16.8.2007 | 12:54
Meira um Stephen King, skemmdir og ebay
King er þekktur fyrir furðuleg atvik, tilviljanir og dularfulla atburði í kring um líf hans (ekki aðeins í skáldsögunum).
Sumarið 1999 keyrði maður að nafni Bryan Smith á Dodge Caravan á King meðan hann var á göngu í Maine að leita innblásturs. Hann hlaut margvíslega áverka, lenti á spítala, fór í fimm aðgerðir á tíu dögum og þurfti margra vikna sjúkraþjálfun.
Í kjölfarið keyptu löfræðingar hans bílinn sem keyrið á hann á 1500 dollara. King vildi forðast að bíllinn lenti á ebay og lét eyðileggja hann í bílakirkjugarði. Sjálfur hafði hann sagst vilja eyðileggja hann með sleggju.
Smith lést svo af ofskammti verkjalyfja 21. september árið 2000 sem er afmælisdagur King.
Tilviljun?
Síðar skrifaði King bókina Dreamcatcher sem fjallar um svipaðan atburð.
sjá betur á http://en.wikipedia.org/wiki/Stephen_King#Car_accident
Stephen King álitinn vera skemmdarvargur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 13:11
Fjölskyldan mín stundar þetta
Hvísluleikur með 1100 manns, hvernig ætli það endi?
"Símasamband" - "sagðir þú klína saman?"
"Epli" - "varstu að keppa?"
"Skröltormur" - "ha? Melludólgur?"
"Límband" - "Týnast?"
Fjölskyldan mín heyrir illa.... þrjóskast við að fá sér ekki heyrnatæki. Þess vegna er engu líkara en að við séum stöðugt í hvísluleik.
Ætli það sé hægt að fá met skráð út á það?
Bömmer fyrir Kínverjana samt að missa metið sitt. Þetta er nú víst kínverskur leikur.
Vilja setja heimsmet í hvísluleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 17:39
Málning og hreinsiefni....umhverfisvænt?
Ég held að þetta hafi verið dýrt spaug....
málningin og hreinsiefnin eru ábyggilega töluvert óumhverfisvæn....
þetta er komið nóg...maður styður ekki svona kjaftæði
HÆTTIÐ AÐ KOMA ÓORÐI Á UMHVERFISSINNA
FARIÐ AÐ VINNA VIÐ VENJULEG STÖRF
LÆRIÐ EITTHVAÐ GÁFULEGRA EN UMHVERFISSPJÖLL
er ekki hægt að lögsækja samtök?
nokkuð dýrt spaug
Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 17:22
Hvað segir þú....hvað er til í þessu skítaeldhúsi?
Sting:
kokkur minn góður, farðu og eldaðu handa mér
Kokkurinn góður:
Skal gert Boss
Hvað segið þið kokkar á Casa Tua? Eigi þið kjúklingabringur?
Kasa Tua kokkar:
Já
Kokkurinn góður:
En papriku, lauk, hnetusmjör, olivu olíu?
Casa Tua kokkar:
já
Kokkurinn góður:
Góð hrísgrjón, gulrætur, tómata og mangó?
Casa Tua kokkar:
já, en samt ekki túmmata.... þeir eru ekki í sísoni
Kokkurinn góður:
Sísoni? Hneyksli er þetta..... Sting kemur bara með sísonið, látið hann vita!
Sting! farðu heim til þín!
Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 00:35
Ertu að grínast?
Þetta er með betri aulalegri atvikum sem ég hef heyrt um. Skemmtilegt og einstaklega áhugavert. Hversu slæmt þarf hóstakastið að vera?
Ég hef líka oft verið að pæla í sambærilegum atvikum. Ætli maður gæti misst stjórn á bíl þegar maður hnerrar? Það er jú víst staðreynd að maður geti ekki haft opin augun um leið og maður hóstar. Af hverju ekki að keyra á í leiðinni?
Einu sinni sat ég í bíl hjá frænku minni sem var aðkeyra stórann jeppa í miðri ökuferðinni fékk hún rosalegann sinadrátt í kálfann... ég hélt ég myndi skíta í buxurnar af hræðslu um að hún myndi keyra á.
Hafið þið lent í slíku?
Ók á hús nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 18:52
Viðkvæmt mál !!
Í fyrsta lagi er gamli garðyrkjuskólinn á Reykjum nú orðinn hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands (lbhi.is). Í öðru lagi er þetta mjög viðkvæmt málefni.
Ef ég þekki Ölfusinga rétt þá er þessi hluti skólans ekki á leið úr sveitafélaginu. Þetta er eitt af stolti sveitafélagsins og mikilvægt fyrir þá að halda þessari starfsemi þar. Auk þess sem að það er ekki hlaupið að því að flytja skólann. Þetta er ekki bara skólabækur og steipubygging. Þetta eru gróðurhús, skemmtilegar byggingar og allar plönturnar sem þar eru. Þeir sem til þekkja og hafa farið þangað sjá það greinilega að það er meira en að segja það að flytja slíkan skóla milli hreppa. Þá þyrfti að byggja upp skólann frá grunni og er því alveg eins gott að flytja hann á Hvanneyri þar sem lang mesti hluti skólastarfseminnar er staðsettur. Þar að auki er gamli "garðyrkjuskólinn" meira en aðeins það að rækta grænmeti. Blómaskreytingar, skrúðgarðyrkja og fleira eru einnig vinsælar greinar. Grænmetisræktun er aðeins lítill hluti skólans.
Frekar væri hægt, að mínu mati, að eiga í einhvers konar samstarfi við Hrunamannahreppinn um einhvers konar verknám yfir sumartímann þar í hreppi.
Annars veit maður nú ekki hvernig ný ríkisstjórn tekur á þessum málum. LbhÍ hefur verið undir Landbúnaðarráðuneytinu og hefur Menntamálaráðfrú, Þorgerður Katrín ekki leynt sinni skoðun á því að skólinn eigi að heyra undir Menntamálaráðuneytið. Nú hefur Landbúnaðrarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið sameinast. Það liggur í augum uppi að landbúnaðurinn hefur högg að sækja víst svo er komið og mun því ekki líða langt þar til Þ.K. fær sínu framgengt víst við höfum misst hann Guðna okkar úr ríkisstjórn, en hann barðist fyrir því að halda bæði LbhÍ og Hólaskóla innan síns ráðuneytis.
Nú er voðinn vís....ekkert er öruggt í þessum málum lengur
Vill Garðyrkjuskólann á Flúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 13:47
ÓNEI! umhverfisvæn brjóstabörn
En hræðilegt að mæður láti þetta gerast. Asía virðist vera um 20 árum á eftir Evrópu og USA.
Fengið úr bókinni "Grænu börnin" eftir DR. Penny Stanway:
- Pelagjjöf kallar á stóraukið landrými til hagagöngu mjólkurkúa: Einn hektar fyrir hverja kú.
- Mikil orka fer til vinnslu og flutnings mjólkurinnar.
- Pelagjöf hefur í för með sér sóun á þeirri náttúruafurð sem mjólkin er og sviptir börnin þeim innilegu tengslum sem hvergi er að fá nema við móðurbrjóst
- Áætlað hefur verið að til þess að sjóða vatnið sem notað er við suðu á barnapelum og því sem þeim fylgir þurfi 73 kg. af viði fyrir hvert barn á einu ári.
- Þriggja mánaða pelabarn þarf þrjá lítra af vatni á dag til að hræra út í þurrmjólkina og sjóða pela og túttur. Þá er ekki meðtekið vatnið sem fer í að þvo og skola pelana.
- Gengið er á verðmætar náttúruauðlindir til að framleiða (alcoa-ál)dósir undir þurrmjólk.
- Fyrir hverjar þrjár milljónir pelabarna eru notaðar 450 milljón dósir af þurrmjólk. Það jafngildir 70000 tonnum af málmi sem fleygt er og sjaldan endurunninn.
MERKILEGT!
Brjóstagjöf á undanhaldi í Asíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 22:59
Jolie Au pair?
Kæra Jolie
Ég er húsmóðir í litlu þorpi á Íslandi, vantar Au pair. Viltu koma til mín að passa? uppvask og önnur létt húsverk fylgja starfinu. Gott gestaherbergi og íslenskunámskeið í boði.
Hefur þú nokkurn tímann prufað íslenskt barn?
þín einlæg,
Húsfreyjan
Eignast Angelina Jolie 14 börn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 01:07
Só?
Hvað með það þótt gæinn hafi farið á skemmtistaðinn Goldfinger? Þó svo maður sé ekki hlyntur þessari starfsemi þýðir það ekki að hann egi að segja af sér fyrir að hafa farið þangað. Hans frítími á sunnudagsmorgni er hans frítími og hann má gera það sem hann vill.
Það sem mér finnst öllu verra er hvernig fjölskyldan hans kemur út úr þessu. Hugsar enginn um hvernig þeim líður. Hugsa blaðamenn og aðrir fjölmiðlar ekki um eiginkonu, börnin hans og barnabörn? Af hverju að draga fram og birta ærumeiðandi útlistingar á einkalífi hans?
Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)