16.8.2007 | 12:54
Meira um Stephen King, skemmdir og ebay
King er þekktur fyrir furðuleg atvik, tilviljanir og dularfulla atburði í kring um líf hans (ekki aðeins í skáldsögunum).
Sumarið 1999 keyrði maður að nafni Bryan Smith á Dodge Caravan á King meðan hann var á göngu í Maine að leita innblásturs. Hann hlaut margvíslega áverka, lenti á spítala, fór í fimm aðgerðir á tíu dögum og þurfti margra vikna sjúkraþjálfun.
Í kjölfarið keyptu löfræðingar hans bílinn sem keyrið á hann á 1500 dollara. King vildi forðast að bíllinn lenti á ebay og lét eyðileggja hann í bílakirkjugarði. Sjálfur hafði hann sagst vilja eyðileggja hann með sleggju.
Smith lést svo af ofskammti verkjalyfja 21. september árið 2000 sem er afmælisdagur King.
Tilviljun?
Síðar skrifaði King bókina Dreamcatcher sem fjallar um svipaðan atburð.
sjá betur á http://en.wikipedia.org/wiki/Stephen_King#Car_accident
![]() |
Stephen King álitinn vera skemmdarvargur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 13:11
Fjölskyldan mín stundar þetta
Hvísluleikur með 1100 manns, hvernig ætli það endi?
"Símasamband" - "sagðir þú klína saman?"
"Epli" - "varstu að keppa?"
"Skröltormur" - "ha? Melludólgur?"
"Límband" - "Týnast?"
Fjölskyldan mín heyrir illa.... þrjóskast við að fá sér ekki heyrnatæki. Þess vegna er engu líkara en að við séum stöðugt í hvísluleik.
Ætli það sé hægt að fá met skráð út á það?
Bömmer fyrir Kínverjana samt að missa metið sitt. Þetta er nú víst kínverskur leikur.
![]() |
Vilja setja heimsmet í hvísluleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)