ÓNEI! umhverfisvæn brjóstabörn

En hræðilegt að mæður láti þetta gerast. Asía virðist vera um 20 árum á eftir Evrópu og USA.

Fengið úr bókinni "Grænu börnin" eftir DR. Penny Stanway:

  • Pelagjjöf kallar á stóraukið landrými til hagagöngu mjólkurkúa: Einn hektar fyrir hverja kú.
  • Mikil orka fer til vinnslu og flutnings mjólkurinnar.
  • Pelagjöf hefur í för með sér sóun á þeirri náttúruafurð sem mjólkin er og sviptir börnin þeim innilegu tengslum sem hvergi er að fá nema við móðurbrjóst
  • Áætlað hefur verið að til þess að sjóða vatnið sem notað er við suðu á barnapelum og því sem þeim fylgir þurfi 73 kg. af viði fyrir hvert barn á einu ári.
  • Þriggja mánaða pelabarn þarf þrjá lítra af vatni á dag til að hræra út í þurrmjólkina og sjóða pela og túttur. Þá er ekki meðtekið vatnið sem fer í að þvo og skola pelana.
  • Gengið er á verðmætar náttúruauðlindir til að framleiða (alcoa-ál)dósir undir þurrmjólk.
  • Fyrir hverjar þrjár milljónir pelabarna eru notaðar 450 milljón dósir af þurrmjólk. Það jafngildir 70000 tonnum af málmi sem fleygt er og sjaldan endurunninn.

MERKILEGT!


mbl.is Brjóstagjöf á undanhaldi í Asíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband