Viðkvæmt mál !!

Í fyrsta lagi er gamli garðyrkjuskólinn á Reykjum nú orðinn hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands (lbhi.is). Í öðru lagi er þetta mjög viðkvæmt málefni.

Ef ég þekki Ölfusinga rétt þá er þessi hluti skólans ekki á leið úr sveitafélaginu. Þetta er eitt af stolti sveitafélagsins og mikilvægt fyrir þá að halda þessari starfsemi þar. Auk þess sem að það er ekki hlaupið að því að flytja skólann. Þetta er ekki bara skólabækur og steipubygging. Þetta eru gróðurhús, skemmtilegar byggingar og allar plönturnar sem þar eru. Þeir sem til þekkja og hafa farið þangað sjá það greinilega að það er meira en að segja það að flytja slíkan skóla milli hreppa. Þá þyrfti að byggja upp skólann frá grunni og er því alveg eins gott að flytja hann á Hvanneyri þar sem lang mesti hluti skólastarfseminnar er staðsettur. Þar að auki er gamli "garðyrkjuskólinn" meira en aðeins það að rækta grænmeti. Blómaskreytingar, skrúðgarðyrkja og fleira eru einnig vinsælar greinar. Grænmetisræktun er aðeins lítill hluti skólans. 
Frekar væri hægt, að mínu mati, að eiga í einhvers konar samstarfi við Hrunamannahreppinn um einhvers konar verknám yfir sumartímann þar í hreppi.

 

LandbúnaðarháskólinnAnnars veit maður nú ekki hvernig ný ríkisstjórn tekur á þessum málum. LbhÍ hefur verið undir Landbúnaðarráðuneytinu og hefur Menntamálaráðfrú, Þorgerður Katrín ekki leynt sinni skoðun á því að skólinn eigi að heyra undir Menntamálaráðuneytið. Nú hefur Landbúnaðrarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið sameinast. Það liggur í augum uppi að landbúnaðurinn hefur högg að sækja víst svo er komið og mun því ekki líða langt þar til Þ.K. fær sínu framgengt víst við höfum misst hann Guðna okkar úr ríkisstjórn, en hann barðist fyrir því að halda bæði LbhÍ og Hólaskóla innan síns ráðuneytis.

Nú er voðinn vís....ekkert er öruggt í þessum málum lengur


mbl.is Vill Garðyrkjuskólann á Flúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband